Rotið inn að beini.

Ríkið á aldrei að tryggja innistæður. Ríkisábyrgð á innistæðum leiðir til þess að bankar láni óábyrgt og hegði sér almennt óskynsamlega og var þetta raunar stór áhrifavaldur í hruninu 2008.

Hvað með að bankar hegði starfsemi sinni bara þannig að þeir geti borgað út þær innistæður sem í þeim eru? Ekki of galið það.


mbl.is Ríkið verði að hlaupa undir bagga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkingarleysa.

Þjóðareign á einhverju, hvað sem það er, er merkingarlaus. Eignarréttur er einfaldlega rétturinn til þess að ráðstafa einhverri gefinni vöru. Því er augljóst að þar sem hver og einn þegn getur ekki haft ráðstöfunarvald yfir hvaða gefinni auðlind sem er að þjóðareign á auðlindum þýðir ekkert annað en ríkiseign á auðlindum. Einhverjir gætu spurt; hver er munurinn? Munurinn er að ríkið er ekkert annað en hópur af fólki, oft með allt aðra hagsmuni heldur en hinn almenni borgari og ráðstafar því auðlindinni eftir eigin hagsmunum. Það sem meira er, þá liggur í eðli kjörtímabila og lýðræðislegra kosninga að hver og ein ríkisstjórn hefur mestan hag af því að hámarka velvild almennings innan hvers gefins kjörtímabils en ekki til lengdar. Þetta getur leitt til ákvarðanna sem eru í meira lagi óábyrgar og óafturkræfar.
Því er strangt verra að hafa auðlindir í "þjóðareigu" heldur en í einkaeigu einhverra íslendinga. Þú getur að minnsta kosti treyst á það að einkaaðilarnir komi fram við auðlindina af virðingu, enda vilja þeir njóta góðs af henni um ókomna tíð.
mbl.is Jón sendi stjórnlagaþingi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa atvinnuleysi.

Ef að lög um lágmarkslaun og atvinnnuleysisbætur væru afnumin myndi þessi tala ekki vera 8% heldur myndi hún hrapa langt niður fyrir núverandi stig. Þegar að hvatinn til að vinna er minnkaður með atvinnuleysisbótum og verð á starfskrafti er haldið yfir markaðsvirði með lágmarkslaunum þá skyldi engan undra að atvinnuleysi sé jafn hátt og raun ber vitni.
mbl.is 8% atvinnuleysi í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng ranghugmynd

Sú ranghugmynd er algeng, að lagasetning um hækkun lágmarkslauna sé mikilvæg og þörf. 

Fyrir það fyrsta eru laun einungis verð á þjónustu vinnuafls.  Þetta verð myndast á frjálsum markaði rétt eins og öll önnur verð, með framboði og eftirspurn.  En setjum svo að ríkið festi lög um að enginn skuli hafa minna en 200 þúsund krónur í laun á viku.  Þá verða allir þeir sem hafa 200 þúsund kr. eða minna í "markaðslaun" (þau laun sem myndast á frjálsum markaði) atvinnulausir.  Þeir eru sviptir réttinum til að vinna sér inn þá upphæð sem hæfileikar og aðstæður myndu leyfa þeim að vinna sér inn og þjóðfélagið er svipt þeirri takmörkuðu þjónustu sem þeir inna af hendi.  Í stað lægra launa er komið á atvinnuleysi.

Besta leiðin til að hækka laun væri einfaldlega að auka framleiðni vinnuaflsins; því meira sem starfsmaður framleiðir þeim mun meira aukast verðmætin í samfélaginu og þeim mun meira virði er þjónusta hans neytendum og vinnuveitendum.  Og því meira virði sem hann er vinnuveitendunum þeim mun meira fær hann greitt.

Yfirleitt þegar talað er um laun er hugsunin háð tilfinningasemi og pólitískum sjónarmiðum og litið er framhjá einföldustu lögmálum.  Þetta á líka oft við þegar talað er um að ríkið geti "skapað" vinnu og prentað endalaust magn af peningum. 


Valdasýki og ofbeldi

Jón Bjarnason er, líkt og aðrir, breyskur og ófullkominn; semsagt mennskur.  Samt telur hann að hann geti haft vit fyrir öllum öðrum og að hann einn viti hvað sé hverjum og einum fyrir bestu.

Nú telur hann stórhættulegt og banvænt að neyta matar sem inniheldur ákveðið magn af transfitusýru.  Það eitt vekur upp allmargar spurningar.

Hvernig getur ófullkomin manneskja vitað hvað sé óhollt og hvað sé ekki?  Hvernig veit ófullkomin manneskja hvað ég megi borða nákvæmlega mikið af transfitusýru áður en það verður banvænt?  Ég sjálfur hef stöku sinnum neytt matar sem inniheldur transfitu, ég er þó enn á lífi.

Frelsisskerðing af þessu tagi er ofbeldi.  Hver og einn má gera hvað sem hann vill, án þess að hann skaði annan, og ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi.  Það eru mannréttindi að mega borða transfitusýru.   

Ég tel hreinlega að Jón Bjarnason sé valdasjúkur og áliti sjálfan sig sem einhvers konar "guð" yfir öðrum, að minnsta kosti bendir þessi ákvörðun hans til þess.     


mbl.is Hámark sett á transfitusýrur í matvælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta skyldi engan undra.

Hérna kemur fram að rýrnun krónunnar gagnvart raunverulegum verðmætum hefur verið 99,99% á síðastliðnum 90 árum. Þetta hefur verið trend í nokkurnveginn öllum gjaldmiðlum heimsins undanfarin ár, ekki bara íslensku krónunni. Fram kom í þessari sömu frétt að þetta hefur líka komið fyrir dönsku krónuna, þó ekki í sama mæli og þá íslensku. Dollarinn hefur tapað meira en 90% af kaupmætti sínu síðan 1913. Við þennan lista mætti bæta velflestum gjaldmiðlum.

Ástæðan fyrir þessu er auðvitað að verðrýrnun pappírsgjaldmiðla, þ.e. gjaldmiðla sem hafa ekkert á bakvið sig og eru í umsjá ríkisvaldsins, er óumflýjanleg. Þegar ekkert kemur í veg fyrir útþenslu peningamagnsins, þegar seðlabankar geta "prentað" peninga eftir þörfum þá gera þeir akkúrat það, og það oftast í engu samræmi við raunverulega verðmætamyndun í landinu. Hér er komin hin raunverulega ástæða verðbólgunnar sem hefur verið viðloðandi og óstöðvandi á Íslandi og valdið okkur ótöldum vandræðum. Lausnin er auðvitað að leggja niður Seðlabankann og færa okkur yfir í gulltryggða mynt! Þá myndum við losna við verðbólguna og tryggja fullkomna trú erlendra aðila á gjaldmiðlinum okkar. Tvær flugur í einu höggi.


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá bíður fólk í 4 ár með að leita sér að vinnu...

Það að hækka lengd þess tíma sem fólk getur lifað á bótum er ekki sniðug hugmynd, sérstaklega ekki þegar það eru störf í boði í samfélaginu sem ómögulegt er að ráða í vegna þess að lífið er betra á bótum! Ekkert nema rugl og vitleysa.

http://www.youtube.com/watch?v=PGMQZEIXBMs&feature=player_embedded

Hérna er svo skemmtilegt myndband sem dregur aðeins fram í ljósið eðli bótakerfa yfirhöfuð, nokkuð sem fólk er yfirleitt ekki tilbúið til að hugsa alvarlega um. Hvers vegna finnst fólki í lagi að neyða peninga af einhverjum ef það þarf ekki að gera það sjálft? Hmm ?


mbl.is Atvinnuleysistryggingar í 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það sem koma skal?

Þessi afstaða Hollendinga kemur ekki á óvart og ekki heldur staðhæfing þeirra; "að Íslendingar stundi veiðar á alþjóðlega vernduðum hvölum í útrýmingarhættu."  Þessi ranghugmynd virðist vera ríkjandi í mörgum ESB löndum, að hvalirnir séu í útrýmingarhættu, en fyrir það fyrsta er einungis fáeinar hvalategundir í útrýmingarhættu skv. rannsóknum IUCN.  Hvalir éta einnig gríðarlegt magn af fiski, meira en fiskiskip okkar veiða, og þ.á.m. okkar helstu nytjastofna. 

En maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé það sem koma skal í aðlögunarferlinu.


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smygl og ekki smygl.

Hvað nákvæmlega er slæmt og hættulegt við innflutning á áfengi í óþökk yfirvaldsins? Ég hef aldrei skilið rökin fyrir því að setja háa tolla á innfluttan varning né heldur skilið hvaðan fólk þykist taka þann rétt að leggja áðurnefndan toll á vörur. Afhverju ætti fólk ekki að mega flytja inn það sem því sýnist án afskipta ríkisins? Að því gefnu auðvitað að fólk sé ekki að flytja inn eitthvað stórhættulegt eins og efnavopn eða álíka.

Hver er glæpurinn hérna?


mbl.is 117 vodkalítrar og varahlutir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn fjárlagahalli

Skuldasöfnun ríkissjóðs vex og vex sem þýðir einfaldlega að skattgreiðendur framtíðarinnar þurfa að greiða miklar skuldir, með vöxtum, næstu áratugina. 

Hannes Hólmsteinn kom með þá snilldarhugmynd fyrir fjölmörgum árum að skrá lög í stjórnarskrána sem kveða á um hallalaus fjárlög.  Sú hugmynd er bæði rökrétt, þar sem þessar skuldir komandi kynslóðar eru í raun þjófnaður, og skynsöm, þar eð þá þarf hið opinbera að læra að beita niðurskurðarhnífnum, en nú sem og undanfarin ár hefur hið opinbera verið hin mesta eyðslukló.

   


mbl.is Útgjöld hækka um 9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband