Hávaði og heimska.

Eftir að þessi frétt birtist á mbl.is spruttu upp ekki færri en 7 bloggfærslur(af 8) sem gagnrýndu þessar sparnaðartillögur og kölluðu þær SUSmenn t.d. "óttalega hálfvita", "fífl" og fóru vægast sagt mjög ófögrum orðum um þann félagsskap og tillögur þeirra.

En nú vil ég spyrja þá sem gagnrýndu þessar tillögur svona harkalega, hvar vilt þú frekar skera niður? Því að þetta er ekki spurning um hvort skera eigi niður, heldur hvar. Fjárlagahallinn árið 2010 var 75 milljarðar króna. Áætlaður fjárlagahalli á næsta ári er eitthvað svipað, að öllu óbreyttu. Þetta er ekki hægt. Þetta er bæði bókstaflega ekki mögulegt til lengdar og svo er þetta siðlaust með öllu í þokkabót.  Hallarekstur ríkissjóðs er í raun loforð um að kúga og stela frá komandi kynslóðum, því þær fá jú ekkert fyrir peningana sína sem gerir skattheimtuna ekkert annað en þjófnað. Því fæ ég ekki betur séð en að tillögur SUS um niðurskurð séu ekki bara skynsamar, heldur raunar nauðsynlegar bæði efnahagslega og siðferðislega séð. Þær hrófla ekki við bótakerfinu og leggja niður allskonar óþarfar  ríkisstofnanir sem og færa hluti sem eiga ekki heima hjá hinu opinbera aftur til einkageirans. Þessu ber að fagna, ekki dissa.
 
Ósammála? Færðu þá rök fyrir því afhverju og stingdu upp á öðrum, hagkvæmari og réttlátari sparnaðaraðgerðum. 

mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband