Þetta skyldi engan undra.

Hérna kemur fram að rýrnun krónunnar gagnvart raunverulegum verðmætum hefur verið 99,99% á síðastliðnum 90 árum. Þetta hefur verið trend í nokkurnveginn öllum gjaldmiðlum heimsins undanfarin ár, ekki bara íslensku krónunni. Fram kom í þessari sömu frétt að þetta hefur líka komið fyrir dönsku krónuna, þó ekki í sama mæli og þá íslensku. Dollarinn hefur tapað meira en 90% af kaupmætti sínu síðan 1913. Við þennan lista mætti bæta velflestum gjaldmiðlum.

Ástæðan fyrir þessu er auðvitað að verðrýrnun pappírsgjaldmiðla, þ.e. gjaldmiðla sem hafa ekkert á bakvið sig og eru í umsjá ríkisvaldsins, er óumflýjanleg. Þegar ekkert kemur í veg fyrir útþenslu peningamagnsins, þegar seðlabankar geta "prentað" peninga eftir þörfum þá gera þeir akkúrat það, og það oftast í engu samræmi við raunverulega verðmætamyndun í landinu. Hér er komin hin raunverulega ástæða verðbólgunnar sem hefur verið viðloðandi og óstöðvandi á Íslandi og valdið okkur ótöldum vandræðum. Lausnin er auðvitað að leggja niður Seðlabankann og færa okkur yfir í gulltryggða mynt! Þá myndum við losna við verðbólguna og tryggja fullkomna trú erlendra aðila á gjaldmiðlinum okkar. Tvær flugur í einu höggi.


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Amen!

Geir Ágústsson, 20.12.2010 kl. 15:07

2 identicon

Heyr, heyr!

Kristinn Ingi (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband