Merkingarleysa.

Þjóðareign á einhverju, hvað sem það er, er merkingarlaus. Eignarréttur er einfaldlega rétturinn til þess að ráðstafa einhverri gefinni vöru. Því er augljóst að þar sem hver og einn þegn getur ekki haft ráðstöfunarvald yfir hvaða gefinni auðlind sem er að þjóðareign á auðlindum þýðir ekkert annað en ríkiseign á auðlindum. Einhverjir gætu spurt; hver er munurinn? Munurinn er að ríkið er ekkert annað en hópur af fólki, oft með allt aðra hagsmuni heldur en hinn almenni borgari og ráðstafar því auðlindinni eftir eigin hagsmunum. Það sem meira er, þá liggur í eðli kjörtímabila og lýðræðislegra kosninga að hver og ein ríkisstjórn hefur mestan hag af því að hámarka velvild almennings innan hvers gefins kjörtímabils en ekki til lengdar. Þetta getur leitt til ákvarðanna sem eru í meira lagi óábyrgar og óafturkræfar.
Því er strangt verra að hafa auðlindir í "þjóðareigu" heldur en í einkaeigu einhverra íslendinga. Þú getur að minnsta kosti treyst á það að einkaaðilarnir komi fram við auðlindina af virðingu, enda vilja þeir njóta góðs af henni um ókomna tíð.
mbl.is Jón sendi stjórnlagaþingi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband