Harðsvíraðir glæpamenn.

Í gærkvöldi birtist frétt á mbl.is þess efnis að lögreglan hefði gert húsleit hjá 10 harðsvíruðum glæpamönnum. Þessir fautar höfðu gerst sekir um þann hræðilega glæp að hala niður efni sem einhver annar taldi sig eiga einkarétt á. Þessir menn, óforbetranlegir pörupiltar á aldrinum 15-20 ára, sóttu upplýsingar á netið sem tölvan þeirra gat lesið sem þætti, myndir, leiki og tónlist. Ósvífnin í þeim er ótrúleg, að halda að bara af því að enginn hljóti skaða af aðgerðum þeirra að það geri þær réttlætanlegar og eðlilegar! Fáránlegt!

En af fullri alvöru, þá er einfaldlega fáránlegt að þetta sé lögbrot. Fyrir utan það að það að halda því fram að einhver geti átt upplýsingar er fáránlegt með öllu, þá er ekkert fórnarlamb um að ræða í þessum svokallaða glæp. Enginn tapar eignum. Þar að auki er fólk nú þegar að borga STEF og öðrum álíka glæpamönnum fyrir niðurhal sem þetta í formi geisladiskaskattsins alræmda, svo það er ekki nóg að STEF sé að kæra fólk fyrir eitthvað sem er augljóslega ekki glæpur, heldur rukkar STEF fólk fyrir það að hafa möguleikann á að fremja "glæpinn". Almennilegir gæjar þar á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband