15.12.2010 | 20:48
Smygl og ekki smygl.
Hvað nákvæmlega er slæmt og hættulegt við innflutning á áfengi í óþökk yfirvaldsins? Ég hef aldrei skilið rökin fyrir því að setja háa tolla á innfluttan varning né heldur skilið hvaðan fólk þykist taka þann rétt að leggja áðurnefndan toll á vörur. Afhverju ætti fólk ekki að mega flytja inn það sem því sýnist án afskipta ríkisins? Að því gefnu auðvitað að fólk sé ekki að flytja inn eitthvað stórhættulegt eins og efnavopn eða álíka.
Hver er glæpurinn hérna?
117 vodkalítrar og varahlutir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ísland væri í EU þá væri engir tollar á innfluttan varning frá EU og þar á meðal áfengi, gæti komið með fulla ferðatösku til landsins af Ipodum og vodka og toll gæslan gæti ekkert gert.
Ef íslendingar vilja frelsi og losna undan höftum og kvöðum ríkisvaldsins er lausnin að ganga EU.
The Critic, 15.12.2010 kl. 23:42
Ganga í Brusselklíkuna!!!
Þá koma bara önnur höft og kvaðir sem eru ekkert skárri en bullið sem fyrirfinst hér á klakanum...
Ólafur Björn Ólafsson, 16.12.2010 kl. 00:33
Að vísu er frjáls verslun og engir tollar innan ESB en tollabandalög eins og ESB viðhafa háa tollmúra gagnvart viðskiptum við lönd fyrir utan ESB. Og þá er gott að hafa það í huga að ESB er aðeins 6% af öllum heiminum. Við inngöngu við ESB verða allir verslunarsamningar okkar við ríki fyrir utan Evrópu ógildir.
Kristinn Ingi (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:31
íslendingar hafa einmitt svo góða viðskipta samninga við önnur lönd
The Critic, 16.12.2010 kl. 18:58
Þú verður líka að athuga það Kristinn að ESB gerir líka viðskipta samninga við lönd utan sambandsins sem eru miklu hagstæðari en íslendingar gætu nokkurtíman fengið. eins og t.d. við Tyrkland, suður Kóreu. Svo bætist Rússland fljótlega við. Ísland hefur ekki góða samninga við neitt land, það sést augljóslega í vöruverði sem er margfalt á við hvað hlutirnir kosta annarsstaðar. Einnig hafa sárafáir hagsmuni eða áhuga af viðskiptasamningum við ísland þar sem þar búa aðeins 300 þúsund hræður.
The Critic, 16.12.2010 kl. 19:17
Aðalástæðan fyrir háu vöruverði hér á landi eru aðallega tilkomin vegna álagninga verslana og ekki er hið opinbera neitt að bæta það með allri álagningunni sem kemur inn vegna skatta og annarra vörugjalda...
Ray Ban sólgleraugu kosta um 10$ í USA en samskonar gleraugu hér heima frá Ray Ban kosta 30.000. Engir tollar eru hinsvegar á influtningi gleraugna til landsins...
Einn félagi minn pantaði að utan nokkur stykki og borgaði 12.000 fyrir pakkann...
Svo ekki kenna óhagstæðum samningum um...
Ólafur Björn Ólafsson, 16.12.2010 kl. 20:00
Já það er alveg rétt hjá þér en fjöldin allur af vörum hefur himinháa tolla eins og t.d. áfengi og Ipodar.
Með því að ganga í ESB þá myndi skapast gífurleg samkeppni við útlönd bæði að hálfu verslana og hálfu ríkisins. Ríkið myndi neyðast til að lækka brennivínið þar sem ekkert gæti bannað mér að skreppa til Danmerkur og fylla ferðatöskuna af vodka og koma með til baka, sama má segja um verslanir þar sem tollverðir mættu ekki skipta sér fartölvum, myndavélum og flatskjáum sem ég hefði keypt mér helmingi ódýrari erlendis. Almenningur gæti líka farið að panta þessa hluti af amazon.co.uk án þess að borga íslenska ríkinu krónu. Þetta myndi leiða til lægra verðs af hálfu ríkisins og verslana.
En fólk eins og þú vill ekki breytingar þannig að þú ættir þá ekki að vera að kvarta yfir háu verði þar sem þú hefur lítinn áhuga á að gera það sem þarf til að lækka það.
The Critic, 16.12.2010 kl. 20:52
The Critic, afhverju ekki bara að fella niður alla tolla til landsins? Það hefði nákvæmlega sömu áhrif á verðlag innanlands, mínus það að við værum í ESB.
Hákon Freyr Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 13:10
Hákon, auðvitað væri það auðveldasta leiðin en það mun aldrei nokkurn tíman gerast.
Við fylgjum 80% reglum ESB vegna EES nema því þegar kemur að frjálsu flæði á vörum. Þannig að það er ólskiljandi að fólk vilji ekki lækka vöruverð í landinu með því að ganga alla leið inn.
The Critic, 18.12.2010 kl. 10:24
Íslendingar eiga að sjálfsögðu að fella niður alla innflutningsálagninu strax. Það að nágranninn grýti höfnina sína er engin röksemd fyrir því að grýta sína eigin höfn.
Geir Ágústsson, 21.12.2010 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.