Lögbrjótar og misréttismenn.

Hérna stingur borgarstjóri Reykjavíkur upp á því að selja fólki sömu þjónustuna á mismunandi verði eftir efnahag viðkomandi aðila. Því vil ég taka þetta tækifæri og vísa í 65. grein stjórnarskránnar.

 

  • 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) 1)L. 97/1995, 3. gr.

 Þessar tillögur eru því, að mér sýnist, ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins, svo maður tali nú ekki um hvað þær eru ósanngjarnar.


mbl.is Gjaldskrár tekjutengdar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjuríkið Ísland?

Enn heyrist víða sú ranghugmynd að frjálshyggja hafi verið hér við lýði undanfarin ár.  Skoðum því frjálshyggjuríkið Ísland frá árinu 1991 til 2008 í allri sinni dýrð:

·         Stóraukin ríkisútgjöld

·         Verulegar skattahækkanir

·         Ríkisstofnunum og opinberum fyrirtækjum fjölgaði gríðarlega, sbr. Jafnréttisstofu, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu

·         Miklar opinberar framkvæmdir, sbr. Tónlistarhúsið, Kárahnjúkavirkjun og jarðgöng út um allt land

·         Handstýrð peningastjórnun

·         „Fiat“ gjaldmiðill

·         Ríkistryggðir einkabankar

·         Þjóðlendulög

·         Ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði

·         Flókin regluverk og umhverfi að hætti velferðarríkjanna innan ESB

·         Gríðarlegt magn af eftirlitsstofnunum settar á laggirnir

·         Ríkisreknir spítalar

·         Ríkisrekið vegakerfi

·         Ríkisrekið skólakerfi

·         Eitt stærsta velferðarbákn í sögu Íslands

·         Bann við reykingum á einkareknum veitingahúsum

·         Listamannalaun

·         Opinberir styrkir til bænda

·         Ríkisútvarp með hátt upp í 400 starfsmenn

·         Háir tollar

·         Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka

·         Þjóðkirkja Íslands

Svona mætti halda áfram endalaust...


Hávaði og heimska.

Eftir að þessi frétt birtist á mbl.is spruttu upp ekki færri en 7 bloggfærslur(af 8) sem gagnrýndu þessar sparnaðartillögur og kölluðu þær SUSmenn t.d. "óttalega hálfvita", "fífl" og fóru vægast sagt mjög ófögrum orðum um þann félagsskap og tillögur þeirra.

En nú vil ég spyrja þá sem gagnrýndu þessar tillögur svona harkalega, hvar vilt þú frekar skera niður? Því að þetta er ekki spurning um hvort skera eigi niður, heldur hvar. Fjárlagahallinn árið 2010 var 75 milljarðar króna. Áætlaður fjárlagahalli á næsta ári er eitthvað svipað, að öllu óbreyttu. Þetta er ekki hægt. Þetta er bæði bókstaflega ekki mögulegt til lengdar og svo er þetta siðlaust með öllu í þokkabót.  Hallarekstur ríkissjóðs er í raun loforð um að kúga og stela frá komandi kynslóðum, því þær fá jú ekkert fyrir peningana sína sem gerir skattheimtuna ekkert annað en þjófnað. Því fæ ég ekki betur séð en að tillögur SUS um niðurskurð séu ekki bara skynsamar, heldur raunar nauðsynlegar bæði efnahagslega og siðferðislega séð. Þær hrófla ekki við bótakerfinu og leggja niður allskonar óþarfar  ríkisstofnanir sem og færa hluti sem eiga ekki heima hjá hinu opinbera aftur til einkageirans. Þessu ber að fagna, ekki dissa.
 
Ósammála? Færðu þá rök fyrir því afhverju og stingdu upp á öðrum, hagkvæmari og réttlátari sparnaðaraðgerðum. 

mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð?

Í ljósi þess hve miklu hagstæðari þessi seinni samningur er heldur en hin fyrri má velta því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin, eða þeir aðilar hennar sem að málinu komu, séu sekir um landráð. Viðeigandi lagatexta má sjá í 91.gr almennra hegningarlaga og má sjá hér:

 91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
 Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
 Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

 

Þetta er nokkuð svarthvítt. Það að ætla að neyða í gegn fyrri samninginn fellur nokkuð augljóslega undir það að bera fyrir borð hag íslenska ríkisins. Spurningin er því bara sú, hvað á að gera í því? 


mbl.is 200 milljörðum hagstæðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðsvíraðir glæpamenn.

Í gærkvöldi birtist frétt á mbl.is þess efnis að lögreglan hefði gert húsleit hjá 10 harðsvíruðum glæpamönnum. Þessir fautar höfðu gerst sekir um þann hræðilega glæp að hala niður efni sem einhver annar taldi sig eiga einkarétt á. Þessir menn, óforbetranlegir pörupiltar á aldrinum 15-20 ára, sóttu upplýsingar á netið sem tölvan þeirra gat lesið sem þætti, myndir, leiki og tónlist. Ósvífnin í þeim er ótrúleg, að halda að bara af því að enginn hljóti skaða af aðgerðum þeirra að það geri þær réttlætanlegar og eðlilegar! Fáránlegt!

En af fullri alvöru, þá er einfaldlega fáránlegt að þetta sé lögbrot. Fyrir utan það að það að halda því fram að einhver geti átt upplýsingar er fáránlegt með öllu, þá er ekkert fórnarlamb um að ræða í þessum svokallaða glæp. Enginn tapar eignum. Þar að auki er fólk nú þegar að borga STEF og öðrum álíka glæpamönnum fyrir niðurhal sem þetta í formi geisladiskaskattsins alræmda, svo það er ekki nóg að STEF sé að kæra fólk fyrir eitthvað sem er augljóslega ekki glæpur, heldur rukkar STEF fólk fyrir það að hafa möguleikann á að fremja "glæpinn". Almennilegir gæjar þar á ferð.


Stofnun bloggsíðu Spiritus

Spiritus er heiti félags hægrimanna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þó skoðanir meðlima séu ekki alltaf þær sömu höfum við allir hugtakið "frelsi" að leiðarljósi. Þessi bloggsíða gegnir því veigamikla hlutverki að birta pistla og greinar svo leiðrétta megi ýmsar rökvillur sem skjóta upp kollinum í hinni pólitísku umræðu. Lesendur eru beðnir um að svara öllu því sem þeir telja rangt í málflutningi okkar svo góðar og gefandi rökræður geti myndast.

Spiritus


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband