14.12.2010 | 22:19
Lögbrjótar og misréttismenn.
Hérna stingur borgarstjóri Reykjavíkur upp á því að selja fólki sömu þjónustuna á mismunandi verði eftir efnahag viðkomandi aðila. Því vil ég taka þetta tækifæri og vísa í 65. grein stjórnarskránnar.
- 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) 1)L. 97/1995, 3. gr.
Þessar tillögur eru því, að mér sýnist, ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins, svo maður tali nú ekki um hvað þær eru ósanngjarnar.
Gjaldskrár tekjutengdar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Án þess að ég taki beina afstöðu varðandi þetta mál.
Þá eru gjaldskrár á t.d. leigskóla hvorki lög né mannréttindi.
Og það eru mörg fordæmi fyrir því í opinberri stjórnsýslu að tekjutengja ýmsa hluti, bætur, greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, og hvaðeina.
Langt í frá að allt sé sanngjarnt... Þar sem viðmiðunarmörkin eru stundum þannig að ef þú færð einhver laun yfir höfuð þá ertu komin í flokk "efnaðra".
Jónatan (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:25
Þetta er mjög góð hugmynd hjá stráknum sem fór vestur í Dýrafjörð til náms á núpi
Fyrir skömmu var stolið úlpum í Mýrahúsaskóla á Seltjarnarnesi merkið var
66gráður norður þessar úlpur kosta um 70.þúsun hvað munar þessu fólki að borga aðeins meira en þeir sem eru á strípuðum töxtum eða á bótakerfinu.
Bernharð Hjaltalín, 14.12.2010 kl. 22:42
Þetta er ekki spurning um hvað fólk munar um, þetta er spurning um hvað er réttlátt Bernharð. Mismunandi verð á opinberri þjónustu eftir efnahag viðkomandi er einfaldlega óréttlátur og raunar ekkert nema eignatilfærsla frá þeim sem borgar meira til þess sem borgar minna.
Spiritus, 14.12.2010 kl. 22:46
Má ég vitna í seinasta ræðumann ?
"..Mismunandi verð á opinberri þjónustu eftir efnahag viðkomandi er einfaldlega óréttlátur og raunar ekkert nema eignatilfærsla frá þeim sem borgar meira til þess sem borgar minna."
engum þykir gaman þegar skorið er burt bita af kökunni, en sumir í þessu landi svelta 2 vikur í mánuði. Einhverjum á eftir að detta í hug orðið aumingi, en þegar svo og svo mikið framboð er af vinnu skiptir ekki máli hvernig því er snúið, einhverjir lenda á bótum.
Svo virðist það vera að niðurskurður er nauðsynlegur af einni eða annari ástæðu, á þá að taka JAFNT af öllum, eða JAFNT af öllum hlutfallslega ?
Ef skera á niður kostinn um eina kökusneið, og þú átt tvær fyrir verðuru svo lukkulega heppinn að geta étið. Aðrið á landinu áttu bara eina sneið fyrir. Er það ekki sanngjarnt að það geti bara fokkast til að éta ekki neitt ? Tough shit ?
Held ég styðji þá heldur þessar 'kommahugmyndir' og við helmingum þá heldur skammtin. sá sem átti tvær sneiðar fyrir stendur þó enn með eina sneið eftir, en þeir ólánsömu eiga þá allavegana hálfa sneið til að narta í
Snorri (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.